Það kom sumar.
Og til að halda áfram með skemmtilegar fréttir þá er ég búin að finna bílinn minn. Svona ólmóst.
Opel Corsa. Þýskur gæðingur. Ef allt gengur eftir áætlun ætti ég að vera komin á hann eftir helgi.
Ég er smá á eftir á eftir áætlun með þetta en einkabílstjórarnir mínir hafa staðið sig ágætlega í skutlinu hingað til.
Annars veit ég ekkert hverju ég á að drita hérna inn á. Ég er bara svona að láta vita af mér. Ég hef ekki haft samskipti við allt of marga, allt of lengi ... Hálf skammast mín fyrir þetta. Verð að bæta úr því og bjóða vanræktum vinum í ísbíltúr.
Ég er ekkert búin að afreka. Hef ekkert að segja. Ég er ekki einu sinni búin að vera að vinna það mikið. Ég bara sef, sem er svosum ágætt. Það hefur reyndar þann ókost að ég hvítari en nokkru sinni fyrr, og er þá mikið sagt. Fólk þarf að píra augum þegar það talar við mig til að fá ekki ofbirtu og gamla fólkið í vinnunni heldur að ég sé engill. Svo hvít er ég.
En dömur mínar og herrar, ég stend samt uppi sem, sigurvegari í taninu. Því hafið ekki heyrt það? Hvítt er hið nýja tan. Ég hef ákveðið að koma því af stað. Þannig passið ykkur á því að vera ekki of mikið í sólinni, það er ljótt að vera brúnn. Oj bara!
Vampírur og Gotharar eru inn!
Bless.
Tinna – Leti er lífstíll
tisa at 22:08
2 comments